Það er eins og ég sé holdsveik.
Reyndar eru eins og allir sem ég er með núna séu holdsveikir. Ætli fólk horfi á okkur þegar við löbbum um göturnar og hugsi, ÆJÆJ... greyjið þau, einn hefur fengið holdsveiki og allir hinir hafa ákveðið að vera með svo þessum eina liði ekki illa.
Málið er samt að við erum ekkert holdsveik. Við erum bara fórnalömb hinna
illu móskítóflugna. Hendurnar á mér eru eins og ég sé komin með hlaupabóluna. Fæturnir á mér eru svipaðir. Sem betur fer hefur andlitið sloppið ennþá, og afþví ég sagði þetta vakna ég mjög líklega eins og fílamaðurinn á morgun.

Fyrir þremur kvöldum fékk ég sambýling í hótelherbergið mitt. Það kvöld var ég veik og kolrugluð, þar sem ég var alltaf að sofna og vakna, sofna og vakna. Ég hélt ég væri komin með háan hita og óráð þegar ég heyrði í þessum sambýling mínum. Mér fannst hann vera í eyranu á mér og hugsaði "okei nú þarf jafnvel að fara að detta inn á spítala með þig". Ég kveikti ljósið og sat í rúmin mínu eins og geðsjúklingur og sló frá mér út í loftið. Ég var að reyna að slá hljóðið í burtu. Eftir smá stund játaði ég mig sigraða og fór aftur að sofa með hljóðið í eyrunum, sláandi frá mér öðru hvoru.
Morgunin eftir fór ég að rifja upp nóttina, sem er basic hjá mér, vakna alltaf og byrja á því að rifja upp atburði liðina nætur, og datt þá í hug að það gæti hugsanlega, mögulega hafa verið fluga inni hjá mér. Datt mér það í hug um nóttina þegar ég hélt að ég væri líklegast að fá eitt heilaæxlið enn? Nei... að sjálfsögðu ekki.
Þegar ég er að klæða mig í fötin og drösla mér framm, sé ég þá ekki eina pínu litla flugu með læti á við sjö fljúga í sakleisi sínu fyrir ofan lampann minn.
Þarna brakaði í höfðinu á mér og kviknaði ljós í heilanum. Þetta var þá öll geðveikin. Pín
ulítil suðandi fluga.

Ég held ég sé nánast viss um að það sé semsagt nýja sambýling mínum að "þakka" að ég líti út eins og lítið barn með hlaupabólu, eða gamall kall með holdsveiki.
Þessi ágæti sambýlingur, sem ég ætti þó að fara að gefa nafn sem er þjálla í máli heldur en sambýlingur, er ennþá hjá mér. Hann vill ekki fara þó svo að ég hafi bæði beðið hann fallega og hótað öllu illu. Ég reyndi líka að drepa hann!....
hahahah... noijaða dagga,, but ég er eins..hræðilegar þessar drusssslu flugur:)
ReplyDeletek vÁsta S.....
hahahha já þær eru ömó!!
ReplyDeleteen fyndið... ég þekki tvær Ástur S .... en okei, þetta hlítur að vera önnurhvor þeirra :) hahah.....
kv
Dagga
HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHHAHAHAHAH
ReplyDeletevááá þú ert svo yndisleg!!!!
get ekki beðið eftir að fá þig heim!
það er örugglega hægt að kaupa ut í búð (kostar ekki mikið) svona sem maður stingur í samband og úr því kemur lykt sem við finnum ekki en moskítóið hatar!
þetta tæki hefur bjargað mér því þessar anskotans flugur elska mig!
fekk einu sinni 80 bit á einni nóttu! en eftir þetta tæki fann ég ekki fyrir þeim :P
love you :*
kv Arna g
ReplyDelete