Wednesday, 30 March 2011

Margir mánuðir síðan síðast!



í marga mánuði hef ég spáð í því að fara að pósta eins og einu bloggi. Hef ekki gert það ennþá og satt best að segja veit ég ekki hvort ég pósta þessu heldur. Hef ekki dottið í "jáþettaerógeðslegasniðugblogghugmynd" gírinn. Er samt að detta í hann hægt og hægt.




Síðan síðasti póst var skrifaður hefur mikið vatn runnið til sjávar ef svo má að orði komast. Margt hefur breyst og ný plön hafa verið að detta í hús. Ég er til dæmis flutt heim frá London. Komin aftur á kalda klakann... og vill hvergi annars staðar vera at the moment!. Síðan ég flutti heim hefur líf mitt verið svoldill rússibani og það hefur bara ekkert verið betra en að hafa uppáhalds fólkið sitt hjá sér. Ég er einnig orðin "single". Bæði kostir og gallar við það, en aðalega kostir samt. Þangað til annað kemur í ljós allavega. Mæli ekki með því við einn einasta mann að vera föst í aðstæðum sem að virka illa, eða bara alls ekki.




Ég er byrjuð að vinna á leikskóla. Sem er eins og singlelífið... hefur bæði sína kosti og galla. Akkurat núna er ég að elska það, því vinnutíminn er svo góður, feitt og sveitt sumarfrí, yndislegt samstarfsfólk og börnin geta verið dásamleg. Launin eru svo svart ský yfir þessu öllu, en ég set bara upp bjartsýnis gleraugun og horfi fram hjá því!.




Þegar ég flutti heim frá London, flutti ég inn til míns elskulega föðurs. Það er gott að vera svona á Hótel Pabba. Ég þarf til dæmis aldrei að kaupa í matinn, borga leigu eða kaupa klósettpappír. Þetta gerir það að verkum að debetkortið mitt fer sjaldnar í mínus en það gerði!. Það hlítur að teljast sem góður kostur. Við búum líka á svo awesome stað að ég er svona 7 mínútur að labba í vinnuna... eða reyndar labba heim, pabbi skutlar mér alltaf í vinnuna !.


Planið er nú samt ekki að búa þar fram á elliárin, og er ég alltaf með augun opin fyrir góðu pleisi með stórum svölum.




Ég er alltaf að velta fyrir mér þessari bloggþörf sem dettur oft upp í kollinn á mér. Afhverju kemur hún? Afhverju þarf ég að skrifa þetta? Þetta vita allir sem þurfa að vita þetta... En það er svo sem eðlilegt með mig, ég er tjái mig alltaf aðeins meira en eðlilegt er! En maður er ekki hádramatískt skilnaðarbarn fyrir ekki neitt!


(Ég að vera hress)

1 comment: